Ég byrjaði á því að taka saman öll þurrefnin sem ég þurfti að nota í uppskriftina. Þau voru þurrger, salt, hveiti og sykur.
Ég blandaði þurrefnunum mínum saman í skál og hrærði þeim vel saman.
Næst hellti ég vogu vatni og matarolíu út í hveitiblönduna og hrærði saman.
Svona leit deigið út þegar ég var búin að hræra öllum innihaldsefnunum saman.
Næst lokaði ég skólinni minni og kom henni fyrir í volgu vatnsbaði þar sem ég lét deigið hefast í um 15 mínútur.
Eftir hefun hafði deigið tvöfaldast.
Næst bætti ég örlitlu hveiti við deigið því það var dálítið þunnt hjá mér og hnoðaði það saman í eina stóra kúlu.
Kúlunni skipti ég síðan í tvennt og mótaði í tvö löng brauð. Ég skar rifur í brauðin og þar sem ég átti ekki egg smurði ég það með mjólk í staðin.
Næst setti ég brauðin inn í ofn og lét þau bakast í 15 mínútur.
Svona litu svo þessi meistarastykki út þegar að þau komu úr ofninum. Og þau voru sko ekki vond það get ég sagt þér!
Allt í allt gekk vel að baka brauðin. Það eina sem fór illa var að deigið var svolítið þunnt hjá mér eftir hefun og ég var voðalega dugleg að hella niður á mig hveiti.
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment