En þá að ferlinu!
Ég tók ekkert brjálæðislega mikið af myndum, þú verður að afsaka það. En fyrst byrjaði ég á því að blanda kaldri mjólk og heitu vatni saman í mælikönnu. Vegna þess að ég var með ískalda mjólk og heitt vatn, varð vökvinn ylvolgur. Næst setti ég gerið, hveitið og saltið saman í skál og blandaði því vel saman. Síðan hellti ég vökvablöndunni í skálina og hrærði.
Næst bætti ég smám saman meira og meira hveiti við deigið þangað til ég gat hnoðað það án þess að það myndi klístrast við puttana mína.
Þá leit deigið mitt svona út.
Næst smurði ég jólakökuform með olíu og mótaði deigið mitt í þannig að það myndi fylla út í mótið.
Næst smurði ég deigið með eggi sem gefur rosalega fallagan gullbrúnan lit þegar að brauðið kemur út úr ofninum. Brauðið er bakað í köldum ofni sem er stilltur á 180°. Brauðið hefast þá í ofninum á meðan hann er að hitna. Brauðið er haft inni í ofninum og bakast í 45 mínútur. Ég verð nú samt að viðurkenna að ofninn var heitur því við höfðum verið að baka í honum og því leyfði ég brauðinu að hefast á broðinu en ekki inni í ofninum.
Hér sjáið þið svo lokaútkomuna. Svakalega grinilegt, auðvelt og gott!
Hér er svo ein mynd til gamans af mér og Magnúsi að baka brauðin okkar :)
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment