En þá að ferlinu.
Við byrjum á því að blanda þurrefnunum okkur saman í skál. Þau eru hveiti, þurrger, salt og sykur. Þetta hrærði ég svo vel saman til að blanda öllum hráefnunum. Munið að þið eigið ekki að nota allt hveitið.
Næst hellum við saman við matarolíunni, mjólkinni, heita vatninu og egginu.
Þegar þú ert búin að hræra deigið vel saman ætti það að lýta einhvernveginn svona út.
Næst þarf að láta deigið hefast. Þá er því komið fyrir á volgum stað, eins og til dæmis í volgu vatnsbaði, og skálinni lokað með plastfilmu eða einhverskonar loki til að haldda hitanum inni. Látið degið hefast í um 10 mínútur.
Þegar að deigið hefur lokið við að hefast ætti það að hafa tæplega tvöfaldast.
Bætið restinni af hveitinu við degið og hnoðið það.
Rúllið deginu í lengju.
Nú er komið að því að skipta deiginu. Samkvæmt uppskriftinni ætti ég að fá um 15 bollur með helmingaðri uppskrift. Ég ákvað að hafa þær 16 þvi það er auðveldar að skipta þeim þannig. Ég byrjaði á því að helminga lengjuna, síðan helmingjaði ég þá tvo helminga alveg þangað til ég var komin með 16 stykki.
Mótið kúlu úr hverjum bút sem þið skáruð. Þá ættuð þið að vera með sextán kúlur.
Komiið kúlunum fyrir á bökunarplötu og raðið þeim upp í ,,hring". Passið að þær liggi ekki alveg þétt upp við hvort aðra þar sem þær þurfa smá pláss til að stækka og við viljum ekki enda með eina brauðklessu. Þegar að þið eruð búin að raða bollunum penslið þá yfir þær með eggi.
Takið næst sesamfræ og stráið yfir bollurnar. Stingið svo bökunarplötunni inn í ofn og bakið í um 15 mínútur við 200°.
Voilá! Ótrúlega góðar brauðbollur. Þessar verða sko gerðar aftur!
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment