Næst blanda ég saman við þurrefnin helmingnum af mjólkinni sem á að fara í uppskriftina, um 2 desíllítra.
Þegar að mjólkin er komin í skálina hræri ég vel saman svo að blandan verði að kekkjalausu deigi.
Næst tek ég eitt egg og hræri það saman og blanda við deigið. Þegar því er lokið bræði ég smjör á pönnukökupönnunni og helli því saman við deigið og blanda vel. Hér gætuð þið bætt við vanilludropunum en ég kaus að sleppa þeim þar sem mér finnst pönnukökur betri án þeirra. Þá er komið að því að steikja pönnukökurnar!
Ég helli einni ausu af deiginu á heita pönnuna sem má þó ekki vera of heit því þá brennur pönnukakan og það viljum við sko ekki! Dreifið vel úr deiginu með því að halla pönnunni til hliðar, fram og aftur.
Losið deigið frá meðfram hliðum pönnukökunnar og snúið kökunni svo við þegar að þið sjáið að loftbólur eru farnar að myndast á henni. Þetta þýðir að hún er farin að bakast og það má snúa henni við.
Hér getið þið séð myndband um hvernig þið eigið að steikja pönnuköku. Afsakið léleg hljóðgæði :)
Voilá! Pönnukakan er tilbúin! Haldið áfram að endurtaka leikinn þangað til þið eruð komin með 14-16 stykki af pönnukökum.
Njótið! (Mér finnst mínar bestar með sykri)
Rannveig
No comments:
Post a Comment