En nú að ferlinu.
Fyrst setti ég smjörlíki og sykur saman í skál og þeytti þar til blandan var orðin ljós og létt. Passið af hafa smjörlíkið við stofuhita svo það sé lint.
Næst hrærði ég saman eitt ekk í glas og hellti ofan í smjölíkisblönduna. Síðan hélt ég áfram að þeyta.
Þegar blandan lýtur nokkurn vegin svona út þá ertu búin að þeyta nóg. Þá er komið að því að bæta þurrefnunum saman við.
Ég sigtaði hveiti og lyftiduft saman í skál svo að lyftiduftið myndi blandast vel saman við hveitið.
Á meðan hrærivélin er í gangi hellið þá smávegis af hveitiblöndunni út í skálina. Það á ekki að hella öllu hveitinu út í strax heldur blanda því smátt og smátt saman á móti mjólkinni,
Hellið nú smáveigis af mjólkinni út í skálina. Hellið svona koll af kolli smáveigis af hveitinu og smávegis af mjólkinni. Það ætti að duga að gera sitt á hvað þrisvar sinnum.
Þegar öll hráefnin eru að hrærast saman í skálinni bætið þá vanilludropunum út í deigið.
Þegar þú hefur lokið við að hræra þá ætti deigið að lýta svona út.
Smyrjið bökunarformið ykkar og hellið deiginu í formið.
Flysjið nú eitt meðalstórt epli og skerið í þunna báta.
Raðið bátunum ofan á degið í það mynstur sem þið viljið. Ég raðaði þeim í hring.
Þá er komið að lokaskrefinu! Stráið kanilsykri, og nóg af honum yfir kökuna ykkar og stingið henni svo inn í ofn.
Bakið kökuna í 30-40 mínútur við 175° hita.
Nammi nammi namm, að sjá þetta meistarastykki! Ég fékk mér smakk af henni og þrátt fyrir að hún sé svona girnileg þá var ég ekki hrifin af henni. Það sannaðist því enn einu sinni að mér finnst eplakökur ekki góðar :(
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment