En þá að ferlinu.
Ég byrjaði á því að setja pressuger ofan í volgt vatn og lét það standa í 10 mínútur. Þetta fékk gerið til að taka við sér. Næst blandaði ég þurrefnunum saman við blönduna en þau voru salt, sykur, sesamfræ og hveiti.
Ég ákvað að nota hörfræ í staðin fyrir sólblómafræ. Hörfræ eru bragðlaus og einstaklega góð fyrir meltinguna og ég veit að allir heima hjá mér borða þau svo brauði myndi pottþétt ekki enda í ruslinu :)
Næst hellti ég matarolíunni við deigið, en ég var næstum því búin að gleyma henni! Sem betur fer bara næstum því :)
Ég lét deigið hefast í heitu vatni í vaskinum eða á volgum stað í um klukkustund.
Þegar deigið var búið að hefast þá var það vel búið að tvöfaldast og meira til!
Ég bætti svo hveiti út í þar til hægt var að hnoða deigið án þess að það myndi festast við mig eða skurðarbrettið.
Ég skipti síðan deiginu í þrjá jafnstóra bita.
Ég mótaði einn bitann í stóra kúlu og hina tvo mótaði ég í átta litlar kúlur.
Síðan raðaði ég kúlunum þannig að sú stærðsta fór í miðjuna og hinar í kring. Passið ykkur að skilja smá bil á milli kúlanna svo að þær hafi pláss til að blása aðeins út þegar að þær bakast og hefast í hálftíma í viðbót.
Ég smurði svo deigið með eggi og fræjum og setti svo inní ofn á 200°og bakaði í 35 mínútur.
Svona leit svo brauðið út þegar að það kom úr ofninum. Svakalega grinilegt og ótrúlega gott!
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment