En þá að framkvæmdinni!
Jæja eins og ég sagði áðan þá varð þetta brauð að einskonar tilraunarverkefni. Málið er nefnilega það að við fundum ekki All-Bran sem átti að fara í brauðið í búðinni. Þess vegna notuðum við bara Kornflex! Sko okkur :)
Byrjið á því að setja 3 banana í skál. Þeir mega vera betur þroskaðir en þessir en alls ekki minna. Það er ekki gott að setja græna óþroskaða banana í bananabrauð.
Stappið bananana ásamt kornflexinu sman þar til bananarnir eru orðnir að mauki.
Maukið lýtur þá svona út.
Næst þeytið þið saman matarolíu, egg og sykur þar til blandan er orðin létt.
Þegar blandan lýtur svona út þá getið þið hætt að þeyta.
Blandið bananamaukinu saman við blönduna.
Hrærið í höndunum þar til öllu hefur verið blandað vel saman.
Bætið nú þurrefnunum hveiti, salti og lyftidufti sman við blönduna ykkar. Hér gætuð þið bandað saman við grófsaxaðar hnetur en ég kaus að sleppa því þar sem ég er soddan gikkur :)
Hrærið allt saman í hrærivélinni.
Þegar að deigið lýtur svona út er það tilbúið.
Færið deigið yfir í smurt bökunarform og bakið inni í ofni við 180° hita í um klukkustund.
Nammi nammi namm. Ég verð nú að segja að þessi tilraun með kornflexið heppnaðist bara ágætlega, allavega betur en ég bjóst við og brauði var bara mjög bragðgott :)
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment