Thursday, October 9, 2014

Heilsubrauð

Nú er frystikistan mín orðin full af brauðum og er komin að því næst síðasta! Það er ekkert annað en heilsubrauð. Það sem kom mér á óvart við þetta brauð var hversu klístrað deigið var! Það var þvílíkt vesen að koma því í formið og var það pottþétt það sem gekk ill að þessu sinni. Það gekk hinsvegar mjög vel að búa til deigið því að ég þurfti í rauninni bara að hella öllum hráefnunum saman í skál og hræra.

En þá að ferlinu!




Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er mjög auðvelt að gera þetta og öllum hráefnunum bara hellt í skál. Ég byrjaði á því að hella haframjöli ofan í skálina. Síðan helli ég hveiti, heilhveiti og rúgmjöl einnig ofan í skálina. 


Það kom mér á óvart að það ætti að vera bæði lyftiduft og matarsódi í uppskriftinni og svo er líka svolítið mikið af hverju en ég bætti út í deigið því magni sem átti að setja :)



Súrmjólk er notuð til að bleyta upp í deigiu og er notaður heill lítri af súrmjólk. Þetta verður frekar mikið deig!


Hrærið deigið lítið í vélinni.


Svona lýtur deigið út þegar það er búið að hræra allt saman.


Næst er deigið sett í smurt jólakökuform og tók það ágætis tíma þar sem að deigið var svo seigt að erfitt var að koma því ofan í formið.



Svona leit svo brauðið út þegar að það kom úr ofninu. Mér fannst það frekar bragðlaust, kannski bara því ég fíla betur óhollu brauðin ;)

Njótið!
Rannveig

No comments:

Post a Comment