Thursday, October 9, 2014

Jólakaka

Jibbí! Jólakaka. Ég get ekki sagt þér hversu mikið fólkið á heimilinu mínu elskar jólaköku :) Aðferðin til að búa til jólaköku er sú sama og þegar ég gerði eplakökuna þannig að hægt er að sjá nákvæmar myndir af ferlinu þar. Ég breytti aðeins uppskriftinni, samt mjög líttilega, það er að segja ég ákvað að sleppa rúsínunum og setja súkkulaði í staðin. Þú sérð hvernig það gekk þegar þú lest áfram ;)

En nú að ferlinu.


Eins og ég kom að áðan þá var aðferðin við að búa til kökuna sú sama og var þegar ég bjó til eplakökuna. Ég notaðist við aðferð 1 og byrjaði því á því að þeyta saman smjörlíki og sykur þar til það var orðið ljóst og létt. Síðan bætti ég eggjunum út í og þeytti meira.


Næst bætti ég við kardimommudropum og þurrefninu og þeytti deigið. Ég ákvað að sleppa súkkatinu.



Næst var komið að örlagaríku brytingunni! Ég hellti heilum poka af súkkulaðidropum út í deigið í staðin fyrir rúsínur!



Og það leit ekki illa út!



Næst blandaði ég dropunum vel sman við deigið og hellti í smurt jólakökuform. Eins og sést á neðstu myndinni þá var pabbi minn mjög spenntur fyrr jólakökunni! :)



Kakan var svo sett inn í ofn á 200° í 10-15 mínútur. Og sjáið bara hvað hún lýtur vel út! Nammi nammi namm :)

En þá er komið að því sem gekk illa.
.
.
.
.
.
.
Ertu tilbúin/n?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Alveg viss?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.



Tada! Ég hafði misst mig í gleðinni og sett aðeins of mikið af súkkulaði þannig að allt súkkulaðið sökk í bötninn á kökunni og festi hana í forminu. Kakan var samt mjög bragðgóð en bara of mikið súkkulaði (þó svo að ég hélt að það væri ekki hægt!). En þetta er semsé það sem fór illa þó að baksturinn hafi gengið vel.

Njótið!
Rannveig


No comments:

Post a Comment