En þá að ferlinu!
Ég byrjaði á því að mæla þurrgerið og sykrinn saman í skál.
Næst velgdi ég mjólkina og jógúrtina (sem var hreint óskajógúrt) inni í örbylgjuofni.
Svo hellti ég jógúrtblöndunni yfir gerið og sykurinn sem ég setti í skálina og lét standa í um það bil 15 mínútur. Þetta vekur gerið :) Eftir það blandaði ég saman helmingnum af hveitinu, matarolíunni, lyftidufti og salti við gerblönduna. Hnoðið og passið að deigið sé ekki þurrt!
Næst setti ég skálina í heitt vatnsbað og leyfði deiginu að hefast í um 15 mínútur. Ég gleymdi því reyndar smá og það var í alveg 20 mínútur hjá mér en það breytti svo sem litlu.
Meðan deigið var að hefast útbjó ég kryddblönduna. Í henni var karrí, salt og þurrkaður kóríander. Þessu blandaði ég vel saman.
Þegar deigið var búið að hefast. Þá hnoðaði ég það aftur og bætti við hveiti þar til ég gat meðhöndlað það án þess að það klístraðist við mig.
Hér fyrir ofan getið þið svo séð hvað á að gera næst :)
Hér sjáið þið svo útkomuna! Þegar að brauðin komu heit úr ofninum penslaði ég á þau hvítlaukssmjöri sem ég bjó til. Þessi brauð verða pottþétt gerð aftur því get ég lofað! Ótrúlega mjúk og góð og alls ekki erfitt að búa þau til.
Við Magnús ákváðum að hafa indverskan mat í kvöldmat svo við gætum borðað nýbökuðu brauðin okkar með, en hann gerði sín sama dag :) Hér erum við með ýsu í mangó karrý sósu, kúskús og að sjálfsögði kúlulaga nanbrauðin okkar.
Njótið!
Rannveig