Thursday, October 9, 2014

Nanbrauð

Jæja þá er komið að síðustu bakstursuppskriftinni og við getum bráðum farið að elda! Það er komið að Nanbrauði. Það gekk vel að velta deiginu upp úr kryddblöndunni, ég hélt það yrði erfiðara fyrir kryddið að festast á brauðinu. Það sem hefði mátt fara betur var samt að nanbrauðið varð frekar að bollum en flatbrauði. Ég hefði þurfta að fletja það út betur.

En þá að ferlinu!


Ég byrjaði á því að mæla þurrgerið og sykrinn saman í skál.


Næst velgdi ég mjólkina og jógúrtina (sem var hreint óskajógúrt) inni í örbylgjuofni.


Svo hellti ég jógúrtblöndunni yfir gerið og sykurinn sem ég setti í skálina og lét standa í um það bil 15 mínútur. Þetta vekur gerið :) Eftir það blandaði ég saman helmingnum af hveitinu, matarolíunni, lyftidufti og salti við gerblönduna. Hnoðið og passið að deigið sé ekki þurrt!


Næst setti ég skálina í heitt vatnsbað og leyfði deiginu að hefast í um 15 mínútur. Ég gleymdi því reyndar smá og það var í alveg 20 mínútur hjá mér en það breytti svo sem litlu.


Meðan deigið var að hefast útbjó ég kryddblönduna. Í henni var karrí, salt og þurrkaður kóríander. Þessu blandaði ég vel saman.


Þegar deigið var búið að hefast. Þá hnoðaði ég það aftur og bætti við hveiti þar til ég gat meðhöndlað það án þess að það klístraðist við mig.



Hér fyrir ofan getið þið svo séð hvað á að gera næst :)




Hér sjáið þið svo útkomuna! Þegar að brauðin komu heit úr ofninum penslaði ég á þau hvítlaukssmjöri sem ég bjó til. Þessi brauð verða pottþétt gerð aftur því get ég lofað! Ótrúlega mjúk og góð og alls ekki erfitt að búa þau til.


Við Magnús ákváðum að hafa indverskan mat í kvöldmat svo við gætum borðað nýbökuðu brauðin okkar með, en hann gerði sín sama dag :) Hér erum við með ýsu í mangó karrý sósu, kúskús og að sjálfsögði kúlulaga nanbrauðin okkar.

Njótið!
Rannveig

Heilsubrauð

Nú er frystikistan mín orðin full af brauðum og er komin að því næst síðasta! Það er ekkert annað en heilsubrauð. Það sem kom mér á óvart við þetta brauð var hversu klístrað deigið var! Það var þvílíkt vesen að koma því í formið og var það pottþétt það sem gekk ill að þessu sinni. Það gekk hinsvegar mjög vel að búa til deigið því að ég þurfti í rauninni bara að hella öllum hráefnunum saman í skál og hræra.

En þá að ferlinu!




Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er mjög auðvelt að gera þetta og öllum hráefnunum bara hellt í skál. Ég byrjaði á því að hella haframjöli ofan í skálina. Síðan helli ég hveiti, heilhveiti og rúgmjöl einnig ofan í skálina. 


Það kom mér á óvart að það ætti að vera bæði lyftiduft og matarsódi í uppskriftinni og svo er líka svolítið mikið af hverju en ég bætti út í deigið því magni sem átti að setja :)



Súrmjólk er notuð til að bleyta upp í deigiu og er notaður heill lítri af súrmjólk. Þetta verður frekar mikið deig!


Hrærið deigið lítið í vélinni.


Svona lýtur deigið út þegar það er búið að hræra allt saman.


Næst er deigið sett í smurt jólakökuform og tók það ágætis tíma þar sem að deigið var svo seigt að erfitt var að koma því ofan í formið.



Svona leit svo brauðið út þegar að það kom úr ofninu. Mér fannst það frekar bragðlaust, kannski bara því ég fíla betur óhollu brauðin ;)

Njótið!
Rannveig

Sólkjarnabrauð

Nú eigið þið örugglega erftir að verða ósátt við mig! Því þetta varð alls ekki að sólkjarnabrauði heldur að tveggjafræjabrauði. Ég sleppti sem sagt sólblómafræjunum. Ég gerði þetta því að engum heima hjá mér finnst sólblómafræ góð og ég vil frekar skipta um fræ heldur en að sóa matnum sem myndi bara enda í ruslinnu því enginn borðar sólblómafræ. Það finnst mér skelfilegt svo ég ákvað frekar að skipta um fræ heldur en að sóa matnum. Það gekk mjög vel að baka þessa uppskrift þannig að ég myndi segja að það eina sem fór illa var að þetta varð ekki að sólkjarnabrauði.

En þá að ferlinu.



Ég byrjaði á því að setja pressuger ofan í volgt vatn og lét það standa í 10 mínútur. Þetta fékk gerið til að taka við sér. Næst blandaði ég þurrefnunum saman við blönduna en þau voru salt, sykur, sesamfræ og hveiti.


Ég ákvað að nota hörfræ í staðin fyrir sólblómafræ. Hörfræ eru bragðlaus og einstaklega góð fyrir meltinguna og ég veit að allir heima hjá mér borða þau svo brauði myndi pottþétt ekki enda í ruslinu :)


Næst hellti ég matarolíunni við deigið, en ég var næstum því búin að gleyma henni! Sem betur fer bara næstum því :)


Ég lét deigið hefast í heitu vatni í vaskinum eða á volgum stað í um klukkustund.



Þegar deigið var búið að hefast þá var það vel búið að tvöfaldast og meira til!


Ég bætti svo hveiti út í þar til hægt var að hnoða deigið án þess að það myndi festast við mig eða skurðarbrettið.


Ég skipti síðan deiginu í þrjá jafnstóra bita. 


Ég mótaði einn bitann í stóra kúlu og hina tvo mótaði ég í átta litlar kúlur.


Síðan raðaði ég kúlunum þannig að sú stærðsta fór í miðjuna og hinar í kring. Passið ykkur að skilja smá bil á milli kúlanna svo að þær hafi pláss til að blása aðeins út þegar að þær bakast og hefast í hálftíma í viðbót.


Ég smurði svo deigið með eggi og fræjum og setti svo inní ofn á 200°og bakaði í 35 mínútur.




Svona leit svo brauðið út þegar að það kom úr ofninum. Svakalega grinilegt og ótrúlega gott!

Njótið!
Rannveig

Jólakaka

Jibbí! Jólakaka. Ég get ekki sagt þér hversu mikið fólkið á heimilinu mínu elskar jólaköku :) Aðferðin til að búa til jólaköku er sú sama og þegar ég gerði eplakökuna þannig að hægt er að sjá nákvæmar myndir af ferlinu þar. Ég breytti aðeins uppskriftinni, samt mjög líttilega, það er að segja ég ákvað að sleppa rúsínunum og setja súkkulaði í staðin. Þú sérð hvernig það gekk þegar þú lest áfram ;)

En nú að ferlinu.


Eins og ég kom að áðan þá var aðferðin við að búa til kökuna sú sama og var þegar ég bjó til eplakökuna. Ég notaðist við aðferð 1 og byrjaði því á því að þeyta saman smjörlíki og sykur þar til það var orðið ljóst og létt. Síðan bætti ég eggjunum út í og þeytti meira.


Næst bætti ég við kardimommudropum og þurrefninu og þeytti deigið. Ég ákvað að sleppa súkkatinu.



Næst var komið að örlagaríku brytingunni! Ég hellti heilum poka af súkkulaðidropum út í deigið í staðin fyrir rúsínur!



Og það leit ekki illa út!



Næst blandaði ég dropunum vel sman við deigið og hellti í smurt jólakökuform. Eins og sést á neðstu myndinni þá var pabbi minn mjög spenntur fyrr jólakökunni! :)



Kakan var svo sett inn í ofn á 200° í 10-15 mínútur. Og sjáið bara hvað hún lýtur vel út! Nammi nammi namm :)

En þá er komið að því sem gekk illa.
.
.
.
.
.
.
Ertu tilbúin/n?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
Alveg viss?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.



Tada! Ég hafði misst mig í gleðinni og sett aðeins of mikið af súkkulaði þannig að allt súkkulaðið sökk í bötninn á kökunni og festi hana í forminu. Kakan var samt mjög bragðgóð en bara of mikið súkkulaði (þó svo að ég hélt að það væri ekki hægt!). En þetta er semsé það sem fór illa þó að baksturinn hafi gengið vel.

Njótið!
Rannveig


Hversdagsbrauð

Það er mjög einfalt og auðvelt að búa til hversdagsbrauð og gekk það rosalega vel hjá mér. Ég get nú eiginlega ekki talið upp neitt sem mátti fara betur þar sem allt gekk svona vel. Ef að ætlunin er að henda í eitt fljótlegt brauð sem á ekki að taka langan tíma til að gera og bragðast ótrúlega vel, þá er hversdagsbrauð sko algjörlega málið!

En þá að ferlinu!

Ég tók ekkert brjálæðislega mikið af myndum, þú verður að afsaka það. En fyrst byrjaði ég á því að blanda kaldri mjólk og heitu vatni saman í mælikönnu. Vegna þess að ég var með ískalda mjólk og heitt vatn, varð vökvinn ylvolgur. Næst setti ég gerið, hveitið og saltið saman í skál og blandaði því vel saman. Síðan hellti ég vökvablöndunni í skálina og hrærði.


Næst bætti ég smám saman meira og meira hveiti við deigið þangað til ég gat hnoðað það án þess að það myndi klístrast við puttana mína.



Þá leit deigið mitt svona út.


Næst smurði ég jólakökuform með olíu og mótaði deigið mitt í þannig að það myndi fylla út í mótið.



Næst smurði ég deigið með eggi sem gefur rosalega fallagan gullbrúnan lit þegar að brauðið kemur út úr ofninum. Brauðið er bakað í köldum ofni sem er stilltur á 180°. Brauðið hefast þá í ofninum á meðan hann er að hitna. Brauðið er haft inni í ofninum og bakast í 45 mínútur. Ég verð nú samt að viðurkenna að ofninn var heitur því við höfðum verið að baka í honum og því leyfði ég brauðinu að hefast á broðinu en ekki inni í ofninum.



Hér sjáið þið svo lokaútkomuna. Svakalega grinilegt, auðvelt og gott!


Hér er svo ein mynd til gamans af mér og Magnúsi að baka brauðin okkar :)

Njótið!
Rannveig

Sunday, October 5, 2014

Bananabrauð

Þetta blessaða bananabrauð varð að einskonar tilraunarverkefni, en meira um það síðar :) Það gekk vel að baka brauðið nema mér fannst það þrufa að vera frekar lengi inni í ofni til að bakast en samkvæmt uppskriftini þá passaði það alveg.

En þá að framkvæmdinni!


Jæja eins og ég sagði áðan þá varð þetta brauð að einskonar tilraunarverkefni. Málið er nefnilega það að við fundum ekki All-Bran sem átti að fara í brauðið í búðinni. Þess vegna notuðum við bara Kornflex! Sko okkur :)


Byrjið á því að setja 3 banana í skál. Þeir mega vera betur þroskaðir en þessir en alls ekki minna. Það er ekki gott að setja græna óþroskaða banana í bananabrauð.


Stappið bananana ásamt kornflexinu sman þar til bananarnir eru orðnir að mauki.



Maukið lýtur þá svona út.


Næst þeytið þið saman matarolíu, egg og sykur þar til blandan er orðin létt.


Þegar blandan lýtur svona út þá getið þið hætt að þeyta.


Blandið bananamaukinu saman við blönduna.


Hrærið í höndunum þar til öllu hefur verið blandað vel saman.


Bætið nú þurrefnunum hveiti, salti og lyftidufti sman við blönduna ykkar. Hér gætuð þið bandað saman við grófsaxaðar hnetur en ég kaus að sleppa því þar sem ég er soddan gikkur :)


Hrærið allt saman í hrærivélinni.


Þegar að deigið lýtur svona út er það tilbúið.



Færið deigið yfir í smurt bökunarform og bakið inni í ofni við 180° hita í um klukkustund.




Nammi nammi namm. Ég verð nú að segja að þessi tilraun með kornflexið heppnaðist bara ágætlega, allavega betur en ég bjóst við og brauði var bara mjög bragðgott :)

Njótið!
Rannveig