Þá er komið að fyrstu uppskriftinni fyrir verkmöppu 2! Ég og Magnús ákváðum að byrja þessa eldunartíð með gúllasi og hrærðum kartöflum úr bók ,,Við matreiðum". Gúllasið finnið þið á blaðsíðu 122 en hrærðu kartöflunar finnið þið á blaðsíðu 155.
Í gúllasið keyptum við nautakjötgúllas sem búið var að skera og snyrta fyrir okkur. Við byrjuðum á því að þerra kjötið með pappír svo það yrði ekki of blautt þegar við byrjuðum að steikja það.
Næst skárum við laukinn smátt en við slepptum að hafa gulrætur. Þegar því var lokið tókum við plastpoka og settum í hann hveiti, salt og pipar. Síðan settum við kjötið í pokann og hristum vel þannig að kjötið yrði allt hulið hveitiblöndunni.
Næst steiktum við kjötið upp úr matarolíu. Þegar kjötið var orðið brúnað bættum við lauknum við ásamt lárviðarlaufi, merían og kjötsoði sem við höfðum útbúið úr vatni og kjötkraftsteningi.
Þetta suðum við þar til kjötið var orðið meirt, í tæplega klukkutíma.
Næst útbjuggum við kartöflurnar með því að sjóða hálft kíló af flysjuðum kartöflum. Þegar að þær voru orðnar meirar tókum við frá 1 dl af katöflusoðinu. Næst settum við kartöflurnar í skál fyrir Kitchanaid vélina og er þetta í fyrsta sinn sem ég hef nokkurntíman notað hærivél en ekki stappara til að búa til kartöflumús. Við hrærðum kartöflurnar og bættum út í soðið, mjólkina, salt, smá pipar og smá sykur. Þetta hrærðum við þar til allar kartöflurnar voru orðnar maukaðar og blandan orðin létt.
Það gekk vél að elda þetta allt saman en kjötið hefði mátt sjóða aðeins lengur svo það yrði meyrara. Annað þá fannst mér rosalega ógirnilegur litur á þessu svo ég setti nokkra dropa af sósulit út í svo gúllasið yrði girnilegra.
Þetta var rosalega bragðgott allt saman og fannst okkur Magga tilvalið að hafa snittubrauðið sem við bökuðum fyrir verkmöppu 1 með matnum! :)
Njótið!
Rannveig
No comments:
Post a Comment