Við keyptum ýsuflök til að nota í þessa uppskrift og byrjuðum á því að hreins og þerra fiskinn svo hann yrði ekki of blautur. Við skárum hvert flak í um 3 sneiðar og veltum þeim upp úr hveitiblöndu sem innihélt hveiti, salt og pipar. Næst steiktum við fiskinn upp úr smjörlíki á heitri pönnu. Við slöktum svo undir pönnunni og héldum fisknum heitum á meðan að við gerðum laukinn.
Við skárum lauk í mjög þunnar sneiðar og brúnuðum hann upp úr smjörlíki. Við létum svo laukinn ofan á fiskinn áður en hann var borinn fram.
Meðlætið okkar var ofureinfalt. Við suðum kartöflur til að hafa með og gerðum heimatilbúna kokteilsósu úr sýrðum rjóna og tómatsósu. Mér finnst alltaf svo gott að hafa kokteilsósu með steiktum fisk.
Þessi diskur stóðst væntingar mínar að því leiti að steiktur fiskur er alltaf steiktur fiskur, voðalega lítill bragðmunur þar á eftir uppskriftum. En hinsvegar þá kom laukurinn mér á óvart þar sem ég er ekki mikil lauk manneskja en hann var mjög góður með fisknum.
Allt í allt fínn matur og rosalega fljótlegt og auðvelt að elda sem skýrir kannski afhverju það gekk svona vel hjá okkur :)
Njótið!
Rannveig